27.2.2015
Goðamót í 5. flokki kvenna að hefjast Fyrstu leikir hefjast kl. 16 í dag, opnað verður í Glerárskóla og tekið á móti liðum frá kl. 15. Armbönd og skráning í ísrútuna er hjá mótsstjórn á 2. hæð í Hamri, félagsheimili Þórs.
Gjaldkerinn og mótsstjórn eru á 2. hæð í Hamri. Þar er tekið við greiðslu þátttökugjalda (ef ekki er þegar búið að millifæra) og armbönd afhent fararstjórum.

Á laugardag verður okkar hefðbundni ísrúntur inn í Brynju þar sem allir fá einn í brauðformi. Rútan fer frá Hamri á hálftíma fresti kl. 13.30-17.00. Skráningarblað liggur frammi hjá mótsstjórn og þurfa liðin að skrá sig í rútuna (tími og fjöldi). Sniðugt að gera það um leið og armböndin eru sótt.

Við bjóðum upp á liðsmyndatökur á laugardag og hvetjum liðin til að kíkja til ljósmyndara Goðamótanna fyrir eða strax eftir fyrsta leik sinn á laugardegi. Myndir verða teknar við stóra Goðaborðan á miðjum vellinum. Þær verða síðan settar inn í albúm hér á mot.thorsport.is og á Facebook-síðu Goðamótanna, facebook.com/Godamot.

Vekjum athygli á að í næstu frétt á undan þessari eru tenglar á handbók mótsins og leikjadagskrá.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.