24.2.2015
5. flokkur kvenna - leikjaplan Leikjaplanið fyrir Goðamótið í 5. flokki kvenna um komandi helgi er klárt - með fyrirvara um breytingar ef veður og ófærð setja strik í reikninginn.

Uppfært kl. 23.11 á þriðjudagskvöldi: Leiðrétt pdf-skjal komið inn, smá víxlun á milli deilda í fyrsta planinu.


Þrjátíu lið taka þátt og hefur þeim verið skipt í fjórar deildir: Argentínu, Brasilíu, Chile og Danmörku. Reynt hefur verið að verða við óskum þjálfara um flokkun eins og kostur er, en ekki alltaf hægt að verða við öllum óskum. Uppröðunin er að sjálfsögðu gerð með það í huga að keppni í hverri deild verði sem jöfnust.

Leikjaplan (pdf-skjal)

Vonandi stendur þetta plan - við óskum að sjálfsögðu öllum góðrar ferðar og vonum að öll liðin komist til Akureyrar, en erum þó viðbúin að gera breytingar ef veður og ófærð setja strik í reikninginn. 

Dagskrá og handbók koma svo hingað á síðuna fljótlega, vonandi á morgun.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.