16.2.2015
Liðsmyndirnar komnar í loftið Liðsmyndirnar sem teknar voru á Goðamótinu hjá 5. flokki karla um liðna helgi eru nú komnar á vefinn og Facebook-síðu Goðamótanna.Það var ljósmyndari Goðamótanna Páll Jóhannesson sem stóð í ströngu alla helgina og myndaði í gríð og erg. Fyrstu myndirnar komu reyndar inn í myndaalbúm hér á mótavefnum um helgina, en nú hafa liðsmyndirnar bæst við. Goðamótsnefndin þakkar Páli kærlega fyrir hans framlag.


Myndaalbúm með liðsmyndum (mótavefur)

Myndaalbúm á Facebook

Myndin sem fylgir fréttinni er af liðsmönnum BÍ/Bolungarvíkur sem hlutu Goðaskjöldinn að þessu sinni fyrir fyrirmyndarframkomu utan vallar sem innan.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.