14.2.2015
Allar tölur laugardagsins og leikir sunnudagsins Keppni laugardagsins er nú lokið á fyrsta Goðamótinu 2015 í 5. flokki karla. Dagurinn var fullur af fallegum tilþrifum, baráttu, dugnaði og elju - og mörkin komu á færibandi í flestum leikjunum.

Nú er framundan Eurovision-kvöld í Hamri þar sem þátttakendum á Goðamótinu býðst að horfa á úrslitakvöld Söngvakeppni Sjónvarpsins.

En hér eru allar tölur dagsing og planið fyrir morgundaginn. Öll úrslit dagsins og leiki morgundagsins má bæði finna með því að fara í "leikir og úrslit" hér efst á síðunni og neðst í frétinni eru pdf-skjöl með öllum tölum.

Danmörk
Þar eru sex lið, öll saman í riðli og leika allir gegn öllum. Ein umferð er eftir í Danmerkurdeildinni, en að henni lokinni mætast liðin í tveimur efstu sætunum í úrslitaleik, næstu tvö leika um 3. sætið og næstu tvö um 5. sætið.

Chile
Í A-úrslitum eru Fjarðabyggð, Þór-kvk, KA og Höttur
Í B-úrslitum eru Völsungur, Þór, BÍ/Bolungarvík og Þór6kk

Brasilía
Í A-úrslitum eru Þór1, Hvöt, Kormákur og KA1
Í B-úrslitum eru Geislinn, KA2, Þór2 og Völsungur

Argentína
Í A-úrslitum eru Þór1, Höttur, KA1 og Þór2
Í B-úrslitum eru KA2, BÍ/Bolungarvík, KF/Dalvík og Fjarðabyggð

Úrslit laugardagsins og leikjadagskrá á sunnudag (pdf)

Riðlarnir (pdf)
(uppfært kl. 21:23, lau., leiðrétt í Danmerkurdeildinni)
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.