13.2.2015
Fáein minnisatriði Skilaboð frá mótsstjórn: Munið að skrá liðin í ísferð og fleira smálegt...


Skráning í ísferð
Munið að kíkja við í mótsstjórninni á laugardagsmorgni og skrá liðin í ísferðina inn í Brynju. Fyrsta ferð kl. 13.00, farið á hálftíma fresti, ferðin tekur 20-25 mínútur, síðasta brottför kl. 16.30. Rútan stoppar framan við Hamar (ekki austan við Bogann eins og búið var að auglýsa einhvers staðar.)

Liðsmyndir
Ljósmyndari Goðamótanna, Páll Jóhannesson, verður í Boganum allan laugardaginn. Liðin geta hnippt í hann hvenær sem er til að fá hann til að taka liðsmynd sem síðan verður sett inn á mot.thorsport.is og Facebook þangað sem allir mega sækja sína mynd.

Mótsskráin
Mótsskráin er til afhendingar fyrir liðsstjóra í mótsstjórnarherberginu á 2. hæð í Hamri. Hana er einnig hægt að sjá hér á vefnum (pdf-skjal) í næstu frétt á undan. 

Mótsgjöfin
Allir þátttakendur á Goðamótunum fá bol að gjöf frá aðalstyrkjanda mótsins, Norðlenska. Því miður barst sendingin ekki til landsins í tæka tíð fyrir helgina og því verða bolirnir sendir til félaganna sem taka þátt í mótinu. Þjálfarar hjá Þór og KA fá boli fyrir sína liðsmenn og verður þeim væntanlega dreift á æfingu þegar þar að kemur.

Verum góð fyrirmynd
Hvetjum áhorfendur til að sýna öllum þátttakendum leiksins virðingu, koma vel fram við samherja, andstæðinga, dómara og aðra gesti á mótinu. Foreldrar, munum að við erum fyrirmynd hinna yngri á hliðarlínunni. Högum okkur eins og við viljum að þau hagi sér.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.