12.2.2015
Riðlar, leikjaplan, dagskrá, handbók Nú erum við loksins klár með riðlaskiptingu og leikjaplan fyrir mótið í 5. flokki karla um helgina.

Uppfært 13. febrúar, með dagskrá og handbók.


Skipt er í fjóra styrkleika, Argentínu, Brasilíu, Chile og Danmörku. Átta lið eru í öllum flokkum, nema Danmörku, þar eru sex lið. 

Í A-B-C er liðunum skipt í tvo riðla þar sem allir leika við alla, síðan fara tvö efstu liðin úr hvorum riðli í A-úrslitariðil og tvö neðri úr hvorum riðli í B-úrslit. Í D eru sex lið og spila þau í einum riðli, allir við alla og síðan spila tvö efstu liðin um gullverðlaun, næstu tvö um brons og neðstu tvö spila um 5.-6. sætið.

Riðlar 

Leikjaplan

Handbók og dagskrá

Einnig er hægt að skoða riðla og leikjadagskrá í gegnum "leikir & staða" í valmyndinni efst á síðunni.
Athugasemdir og fyrirspurnir má senda á godamot[at]thorsport.is. 


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.