11.2.2015
Alls konar í boði... Skautadiskó, Svampur Sveinsson, Paradísarland og Eurovision. En fótboltinn verður samt alltaf númer eitt, auðvitað.Þó svo fótboltinn á fyrsta Goðamótinu þennan veturinn, í 5. flokki karla, hefjist á laugardagsmorgni er ýmislegt í boði fyrir keppnisliðin á föstudagskvöldinu því við eigum gott samstarf við nokkur fyrirtæki og félög hér í bæ.

Skautadiskó
Við viljum til dæmis vekja athygli á að á föstudagskvöldið er skautadiskó í Skautahöllinni kl. 19-21. Lið sem koma til okkar í Hamar, ganga frá mótsgjöldunum og fá armbönd geta farið á skautadiskó og fengið 50% afslátt (500 krónur, skautaleiga innifalin).

Bíó
Sambíóin (Nýja bíó) bjóða upp á fín tilboð í bíó, en svo óheppilega vill til að margar þeirra mynda sem þar eru í boði um helgina eru banaðar innan 12 ára. En ef það hentar gætu liðin náð Svampi Sveinssyni kl. 17.50 á föstudag eða 17.50 á laugardag (hentar bara sumum, því þá eru sum lið enn að spila). Tilboð Sambíóanna: (1) Bíómiði á 950 krónur, (2) bíómiði, lítill popp, lítið gos á 1.200 kr., (3) bíómiði, miðstærð popp og gos á 1.350 kr. Upplýsingar má finna á www.sambio.is.


Paradísarland
Paradísarland á Glerártorgi er opið kl. 13-18 á föstudag og 12-17 á laugardag. Þar fá þátttakendur Goðamótanna aðgang fyrir 500 krónur gegn því að sýna armbandið. 

Eurovision
Við stefnum svo að því að bjóða upp á möguleika á að horfa á söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið, ekki komið á hreint hvort það verður í skólanum eða í Hamri.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.