4.2.2015
Nýjar upplýsingar um fyrirkomulag hjá 5kk - keppni hefst á laugardagsmorgni Ákveðið hefur verið að breyta skipulagi mótanna í 5. flokki karla og kvenna og hefja keppni á laugardagsmorgni, en ekki á föstudegi eins og verið hefur.

Uppfært 6. febrúar: Breytt fyrirkomulag (byrja á laugardegi) á aðeins við hjá 5. flokki karla. Þrátt fyrir þessa breytingu fá öll liðin áfram það sama og í boði hefur verið. Öll lið spila 6 leiki. Tekið verður á móti liðum í Glerárskóla á föstudegi frá kl. 18 og í boði er kvöldverður á föstudagskvöldi kl. 18.30-20.00. Við erum til viðræðu um sveigjanleika í þessum tímasetningum ef aðstæður kalla á slíkt.

Föstudagskvöldið ætti þá m.a. að geta nýst liðunum til skemmtilegrar samveru og möguleiki að nýta eitthvað af þeim tilboðum sem í boði eru fyrir þátttakendur, til dæmis að fara á skautadiskó í Skautahöllinni á góðum afslætti eða nýta sér Goðamótstilboðin í Nýja bíói á Akureyri (Sambíóin). Frá og með mánudegi má sjá á sambio.is hvaða myndir og tímasetningar eru í boði á föstudagskvöldi. 

Tilboðin
Skautahöllin býður 50% afslátt sem þýðir að aðgangur + skautaleiga kosta 500 krónur á mann. Skautadiskó er kl. 19.00-21.00 á föstudagskvöld og opið einnig á laugardag kl. 13-16 þá helgi sem 5kk er á Goðamóti. Því miður er skautasvellið lokað vegna barnamóts helgina sem 5kvk er á Goðamóti í lok febrúar.

Sambíón: Tilboð: (A) Bíómiði á 950 kr., (B) bíómiði, lítill popp, lítið gos á 1.200 kr., (C) bíómiði, miðstærð popp og gos á 1.350 kr. Sýningartímar og myndir á www.sambio.is.

Til að geta nýtt þessi tilboð þarf fyrst að koma til okkar í Hamar, gera upp mótsgjaldið og fá afhent armbönd. Þau þarf svo að sýna á viðkomandi stað.

Ítarlegri upplýsingar um dagskrána og fleira sem gott er að vita, ásamt leikjadagskránni og keppnisfyrirkomulagi verður svo birt hér fljótlega.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.