21.1.2015
Fyrsta Goðamótið 2015 nálgast - minnum á greiðslu staðfestingargjalds Undirbúningur fyrir Goðamót vetrarins er nú að komast á fullt og fyrsta mótið nálgast óðfluga, aðeins 23 dagr í fyrsta mót þegar þetta er skrifað. Goðamótið í 5. flokki karla fer fram helgina 13.-15. febrúar. 

Við viljum minna þátttökuliðin á fyrsta mótinu á að greiða staðfestingargjald sem fyrst, 10.000 krónur á hvert lið sem skráð er til leiks. Reikningsnúmerið er 0565-26-147500, kt. 670991-2109, sendið staðfestingu í godamot[at]thorsport.is þegar greitt er og nafn félags í skýringu. Mikilvægt er að þær upplýsingar komi fram til að auðvelda utanumhald og skráningu. Þátttökugjaldið í heild má að sjálfsögðu leggja inn á sama reikning og því fyrr því betra, en greiða þarf í allra síðasta lagi við komuna til Akureyrar.

Nákvæmt skipulag og dagskrá mótsins er í smiðum og fer auðvitað að hluta eftir fjölda liða, en við munum reyna að koma öllum nauðsynlegum upplýsingum tímanlega á framfæri hér á heimasíðu Goðamótanna.

Skipulag mótanna verður að mestu með hefðbundnum hætti. Gisting og fæði í Glerárskóla og viljum við vekja sérstaka athygli á að engum er hleypt inn í skólann fyrr en kl. 15.00 á föstudegi. Skólahald er með hefðbundnum hætti í Glerárskóla á föstudögum þegar mótin fara fram og við virðum það að sjálfsögðu. Ef lið mæta fyrr í bæinn eru gestir auðvitað ávallt velkomnir í Hamar þar sem hægt er að bíða þar til skólinn verður opnaður.

Nánari upplýsingar um mótin og það sem í boði verður - smellið hér.

Ítarlegar upplýsingar um afþreyingu, gistingu, mat og menningu á Akureyri og í nágrenni má m.a. finna á visitakureyri.is.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.