3.3.2014
Valur sigraði í keppni A-liða Um síðustu helgi fór fram Goðamót Þórs þar sem stúlkur í 5. flokki voru í aðalhlutverkinu. Þetta var í þrítugasta og níunda sinn sem mótið var haldið
og að sögn Mótstjóranna þeirra Jóns Stefáns Jónssonar og Birkis Hermanns Björgvinssonar gekk mótshaldið allt vel fyrir sig.

Lið Vals sigraði í  A-liðum og HK í B-liðum. Völsungar stóðu uppi sem sigurvegar í C-liðum og Valur í D-liðum.

Á hverju Goðamóti er svokallaður Goðamótsskjöldur veittur því félagi sem þykir hafa sýnt fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan. Og að þessu þessu sinni  var það  Völsungur sem hlaut Goðamótsskjöldinn.

Búið er að setja mikinn fjölda mynda í myndaalbúm frá mótinu.
Föstudagur 1Föstudagur 2 Laugardagur 1Laugardagur 2Liðsmyndir/verðlaunahafar.

Lokastaða í öllum deildum var sem hér segir:
A – Lið
1.    Valur
2.    Víkingur
3.    Breiðablik

B -  Lið

1.     HK
2.    Valur
3.    Víkingur

C – Lið

1.     Völsungur
2.    Einherji
3.    Haukar

D - lið

1.     Valur
2.    Haukar
3.    Breiðablik

Goðamótsnefnd vill koma á framfæri miklum þökkum til allra sjálfboðaliða sem að mótinu komu. Án ykkar væri ekki hægt að halda þessi frábæru mót.

Næsta Goðamót verður haldið daganna 14. – 16. mars og þá verða það strákarnir í 6. flokki sem verða í aðalhlutverkinu.


Völsungur frá Húsavík hlaut Goðamótsskjöldinn


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.