16.2.2014
Vel heppnað Goðamót Þórs lokið Að þessu sinni var það lið Fjarðarbyggðar sem hlaut Goðamótsskjöldinn.
Í dag lauk Goðamóti Þórs þar sem drengir í 5. flokki voru í aðal hlutverkinu. Þetta var í þrítugasta og áttunda sinn sem mótið var haldið og að sögn Mótstjóranna þeirra Jóns Stefáns Jónssonar og Birkis Hermanns Björgvinssonar gekk mótshaldið allt vel fyrir sig.

Lokastaða í öllum deildum var sem hér segir:
Argentína 1. deild KR
Argentína 2. deild Þór – KA deildu saman fyrsta sætinu.
Argentína 3. deild Leiknir R.

Brasilía 1. deild KA 3
Brasilía 2. deild Höttur 2
Brasilía 3. deild Þór 4

Chile 1. deild Geislinn
Chile 2. deild DalvíkKF
Chile 3. deild KR 5

Goðamótsskjöldurinn að þessu sinni  var það lið Fjarðarbyggðar sem hlaut Goðamótsskjöldinn.  Goðamótsskjöldurinn er veittur þeim liðum sem þykja sýna fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan.

Bendum fólki á að mikill fjöldi mynda eru komnar í myndaalbúm frá mótinu.
Albúm 1Albúm 2Albúm 3 Landslið/PressuliðVinningshafar.

Einnig minnum við fólk á að sjónvarpsstöðin N4 mun á morgun mánudaginn 17. febrúar sýna 10 mínútna þátt um mótið.
Þátttakendum öllum, verðlaunahöfum, sem og öllum gestum mótsins færum við bestu þakkir fyrir helgina og óskum öllum góðrar heimkomu.

Goðamótsnefnd vill koma á framfæri miklum þökkum til allra sjálfboðaliða sem að mótinu komu. Án ykkar væri ekki hægt að halda þessi frábæru mót.Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.