11.2.2014
Leikjaniðurröðun Uppfært með nýjum skjölum Hérna kemur leikjaniðurröðunin fyrir fyrsta Goðamót ársins 2014. 

Opnið fréttina til að skoða nánar.


Ákveðið var að spila 2 leiki á föstudeginum og 1 leik á laugardagsmorgninum sem eru liður af undanriðlum sem ákvarða síðan í hvaða deild drengirnir spila restina af mótinu.

Deildirnar eru níu talsins og ættu því vonandi allir að fá þar mjög góða og jafna leiki. Með þessu fyrirkomulagi teljum við okkur búa til sem flesta jafningja leiki á mótinu. Í hverri deild eftir undanriðla er svo veittur bikar og verðlaunapeningar fyrir fyrsta sæti.

Eins og flestir vita sennilega verður gist eins og áður í Glerárskóla sem er alveg við Þórssvæðið. Hægt verður að komast inn í skólann eftir kl. 15:00 og biðjum við ykkur að vera ekki komin þangað fyrir þann tíma.

Fyrirkomulag


Riðlar

Leikjaplan
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.