25.10.2013
Goðamót Þórs á Akureyri 2014

Eins og undanfarna vetur mun knattspyrnudeild Þórs halda hin vinsælu Goðamót í nokkrum flokkum drengja og stúlkna í samvinnu við og með stuðningi Norðlenska

Dagsetningar mótanna og fleiri upplýsingar er hægt að skoða með því að smella á fréttina.Mótin hefjast um miðjan dag á föstudegi og lýkur um miðjan dag á sunnudegi.


5. flokkur karla 14.-16. febrúar

5. flokkur kvenna 28. feb. - 2. mars.

6. flokkur karla 14.-16. mars

6. flokkur kvenna 28.-30. mars

Á Goðamótunum er spilaður 7-manna bolti í 5.flokki og 5-manna bolti í 6.flokki. Allir leikir fara fram í Boganum, knattspyrnuhúsinu á Akureyri.

 

Þátttökugjald er kr. 9.500 á iðkanda ef greitt er í síðasta lagi mánuði fyrir mót.
Sé greitt innan við mánuði fyrir mót er gjaldið 11.000 kr. á iðkanda.
Innifalið er keppnisgjald, gisting, sund, morgunmatur laugardag og sunnudag, hádegisverður á laugardag, kvöldmatur föstudag og laugardag, grill á sunnudegi fyrir brottför auk glaðnings frá Norðlenska, aðal styrktaraðila mótsins. Þar að auki fara allir þátttakendur í Brynju og fá ís.

Frítt er fyrir einn fararstjóra og/eða þjálfara með hverju liði frá félagi. ½ gjald fyrir hvern fullorðinn umfram það (mesta lagi tveir fullorðnir á lið).

 

Nú er í boði ýmis aukaafþreying með miklum afslætti fyrir keppendur á mótinu.

- Skautahöllin 500 kr. á mann (með skautaleigu) fyrir iðkendur og fjölskyldur þeirra.
- Paradísarland (innanhússkemmtigarður á Glerártorgi) 500 kr. á keppanda.
- Keila 720 kr. leikurinn á keppanda.
- Bíómiði ásamt poppi og gosi í Nýja bíó á 1.050 kr.

 

Félög komi nauðsynlegum upplýsingum, fyrirspurnum og skráningu liða á framfæri með tölvupósti á godamot[at]thorsport.is

 Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.