18.3.2013
Velheppnað Goðamót að baki. (MYNDBAND) Enn fleiri myndir komnar í myndaalbúm sjá í rauða borðanum hér að ofan. 
 
Um liðna helgi fór fram fjórða og síðasta Goðamót Þórs fram þar sem strákar úr 6. flokki voru í aðalhlutverkinu. Alls sendu 18 félög samtals 64 lið til leiks og má því gera ráð fyrir því að keppendur hafi verið um eða yfir 600. Eftir því sem komist er næst er þetta lang stærsta Goðamót Þórs til þessa. Mótið var hið 37. í mótaröðinni. 

Á hverju Goðamóti er veittur hinn svokallaði Goðamótsskjöldur því félagi sem þykir hafa sýnt fyrirmyndar framkomu innan vallar sem utan. Að þessu sinni voru það strákarnir í Geisla frá Hólmavík sem hlutu þessa viðurkenningu. 

Allir þátttakendur fengu svo verðlaunapening og gjöf í leikslok auk þess sem boðið var uppá grillaðar Goðapylsur og svaladrykki í mótslok. 

Óskum öllum til hamingju með glæsilegt mót og vonandi hafa allir átt góða heimkomu. Sjáumst hress á Goðamótum Þórs á árinu 2014.

Hér að neðan er svo stutt myndband með svipmyndum frá mótinu.Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.