3.7.2015
Úrslit í riðlakeppni Dömudeildar Riðlakeppni Dömudeildar lauk síðdegis og ljóst hvað lið leika í undanúrslitum og hvaða lið fara í keppnina um 5.-8. sætið. Í báðum riðlum enduðu tvö lið jöfn og efst með 7 stig og því réði markamunur röðun í sæti.
Sírenur unnu A-riðilinn og ÍR Drottningar urðu í öðru sæti. ÍBValur vann B-riðilinn og Magnaðar urðu í öðru sæti. Það verða því Sírenur og Magnaðar sem mætast í undanúrslitum annars vegar og hins vegar ÍR Drottningar og ÍBValur. Undanúrslitaleikirnir fara fram á New York og Seattle völlunum og hefjast kl. 10.30. Tapliðin mætast í leik um 3. sætið kl. 13:30, en sigurliðin leika til úrslita í Dömudeildinni kl. 15:00.

Leikirnir um 5.-8. sætið fara fram kl. 12:00 og 12:30, báðir í Stokkhólmi (Boganum). Team F&F mætir Dodda kl. 12:00 og hins vegar mætast Umf. Óþokki og FC Kroppar kl. 12:30. Sigurliðin leika um 5. sætið og tapliðin leika um 7. sætið, en báðir leikirnir verða kl. 14:00 í Boganum (Osló og Köben). 
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.