2.7.2015
Leikjaplan, vallaplan og reglur Fyrr í kvöld var dregið í riðla í öllum deildum í Pollamótinu. Leikjaplanið er klárt (búið að birta það á Facebook) og ekki eftir neinu að bíða... nema klukkunni.

Fyrstu leikir hefjast kl. 9 á föstudagsmorgni. Góða skemmtun.


Leikjadagskrá (pdf):
   Ljónynjur
   Dömur
   Skvísur

   Öðlingar
   Lávarðar
   Pollar

Riðlarnir og úrslitakeppnir
   Ljónynjur
   Dömur
   Skvísur

   Öðlingar
   Lávarðar
   Pollar


Örlítið um reglur og leikjafyrirkomulag
Leikjaplönin sem nú eru komin á netið sýna aðeins leiki í riðlakeppni, en þar sem mismunandi mörg lið eru í deildunum er leikjafyrirkomulagið mismunandi. 

Ljónynjudeild – 4 lið
Einn riðill, tvöföld umferð, efsta liðið vinnur. Enginn úrslitaleikur. Öll liðin spila sex leiki.

Dömudeild – 8 lið
Tveir fjögurra liða riðlar. Tvö efstu úr hvorum riðli fara í 4 liða úrslit (A1-B2 og B1-A2) og svo úrslitaleikur og leikið um 3. sætið. Tvö neðri úr hvorum riðli leika áfram um 5.-8. sætið,  (A3-B4, B3-A4, sigurlið leika um 5. sæti, taplið um 7. sæti)
Öll liðin spila fimm leiki.

Skvísudeild – 5 lið
Einn riðill, samtals fjórir leikir á lið í riðlinum. Síðan leika liðin í 4. og 5. sæti aukaleik um hvort liðið fer í undanúrslit. Í undanúrslitum leika 1. sæti gegn 4/5 annars vegar og 2. sæti gegn 3. sæti hins vegar. Sigurliðin leika úrslitaleik, tapliðin leika um 3. sætið. Alls eru því 5-6 leikir á hvert lið.

Öðlingadeild – 7 lið
Einn riðill, allir við alla, enginn úrslitaleikur. Öll liðin leika því sex leiki.

Lávarðadeild – 19 lið
Fjórir riðlar, fimm lið í riðli, nema fjögur í D-riðli. Fjögur efstu úr hverjum riðli fara í 16 liða úrslit, en liðin í neðsta sæti í fimm liða riðlunum fara í aukakeppni um 17.-20. sæti. Það er gert til þess að liðin fái fleiri leiki. Alls eru því 5-8 leikir á hvert lið. Liðin í D-riðli fara öll áfram í 16 liða úrslit, en ef lið úr D-riðli dettur út í 16 liða úrslitum þýðir það að það lið spilar aðeins fjóra leiki samtals.

Polladeild – 19 lið
Fjórir riðlar, fimm lið í riðli, nema fjögur í D-riðli. Fjögur efstu úr hverjum riðli fara í 16 liða úrslit, en liðin í neðsta sæti í fimm liða riðlunum fara í aukakeppni um 17.-20. sæti. Það er gert til þess að liðin fái fleiri leiki. Alls eru því 5-8 leikir á hvert lið. Liðin í D-riðli fara öll áfram í 16 liða úrslit, en ef lið úr D-riðli dettur út í 16 liða úrslitum þýðir það að það lið spilar aðeins fjóra leiki samtals.

Reglurnar
Minnum á reglur mótsins hér á síðunni (undir "Allt um Pollamótið"). Minnum einnig á grein 21.3 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, þ.e. hvernig lið raðast í sæti í stigakeppni. Greinar e og f skipta engu máli nema þar sem leikin er tvöföld umferð (Ljónynjur). 
21.3. 

Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi: 
a. Fjöldi stiga. 
b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). 
c. Fjöldi skoraðra marka. 
d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. 
e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. 
f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. 

VallaskipulagÞessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.