14.2.2013
Goðamót 5. flokks karla hefst á morgun. Hamar / Boginn 15. – 17. febrúar Alls eru 42 lið frá 12 félögum skráð til leiks á 35. Goðamóti Þórs að þessu sinni. 
Á morgun hefst annað Goðamót ársins þar sem strákar í 5. flokki verða í aðal hlutverkinu. Að þessu sinni senda tólf félög samtals 42 lið til leiks og verður keppt í fimm deildum þ.e. Íslenska, Enska, Spænska, Þýska og Ítalska. 

Fyrstu leikir mótsins hefjast á föstudeginum um klukkan 16 og síðustu leikir hefjast um kl. 19:30. 

Á laugardeginum hefjast leikir kl. 9:00 og verður leikið fram til klukkan 20:00. þátttakendum er boðið í ísferð þar sem farið er með þátttakendur í hina landsfrægu Ísbúð Brynju. Samlokur og safi fyrir þátttakendur í Hamri og þá verður hin sívinsæla Íslenska kjötsúpa til sölu á vægu verði, súpa sem engan svíkur. 

Á sunnudeginum hefjast leikir um klukkan 09:00, úrslitaleikir hefjast um kl. 12:00 og mótinu lýkur um klukkan 15:00 með verðlaunaafhendingu og Goðagrilli. 

Félögin sem senda lið til keppni að þessu sinni eru auk heimamanna í Þór eru; Breiðablik, KA, Leiknir R,  Fram, Afturelding, Dalvík, Höttur, Hvört, Magni, Neisti  og Völsungur alls 42 lið frá 12 félögum. 

Hér má nálgast leikjaplan helgarinnar og Handbók mótsins

LEIKJAPLANHANDBÓK

Rifjum upp heimsókn heimasíðu Þórs á æfingu hjá 5. Flokki karla fyrr í vikunni. 


  
Goðamót helgarinnar er það 35. í mótaröðinni.Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.