31.1.2013
34. Goðamót Þórs haldið 1. - 3. febrúar (MYNDBAND) Alls eru 32 lið frá 11 félögum skráð til leiks á mótinu. 
Daganna 1. - 3. febrúar fer fram 34. Goðamót Þórs og eru það leikmenn 6. flokks kvenna sem verða i aðalhlutverkinu.

Mótið hefst klukkan 16:30 á föstudeginum og þvi líkur um hádegisbil á sunnudag. Alls eru 32 lið frá ellefu félögum skráð til leiks auk heimamanna í Þór eru það, Breiðablik, Einherji, Fjarðarbyggð, HK, KA, KF, Tindastóll, Valur, Víkingur og Völsungur. 

Leikjaplan helgarinnar er að finna HÉR. Þegar handbók mótsins verður tilbúinn birtum við hana hér á siðunni.

Bendum á heimasíðu mótsins www.godamot.blog.is og svo opnar nýr motavefur fyrir Goðamótin.  Þegar vefurinn verður klár verður það tilkynnt strax.

Heimasíðan skrapp á æfingu hjá stelpunum i gær og ræddum við þjálfarann Garðar Marvin sem og stelpurnar sjálfar.
NjótiðÓskum stelpunum sem og öllum öðrum sem að mótinu koma góðs gengis um helgina. Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.