2.7.2015
Kynnið ykkur reglurnar Þátttakendur í Pollamótinu eru hvattir til að kynna sér vel reglur mótsins. Þær er að finna hér á síðunni undir flipanum "Allt um Pollamótið".


Í reglunum er vísað til þess að allir leikir skuli fara fram skv. knattspyrnulögunum og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, nema annars sé getið.

Eitt af því sem vert er að hafa í huga er röðun liða í riðlakeppni, þ.e. ef lið eru jöfn að stigum. Í því sambandi er rétt að benda á grein 21 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

Í stigakeppni ræður eftirfarndi röð liða: 
a. Fjöldi stiga.
b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum).
c. Fjöldi skoraðra marka.
d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.
e. Markamismunur í innbyrðis leikjum.
f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum

Reglur e og f skipta litlu máli nema ef spiluð er tvöföld umferð.

Þegar þetta er skrifað hér á Pollamot.is (kl. 10 á fimmtudegi) er verið að vinna í að setja upp skipulag fyrir hverja deild og er stefnt að því að birta það síðar í dag. Þar er átt við hversu margir riðlar, hve mörg lið í riðli og fyrirkomulag á úrslitakeppnum. Leikjaplanið sjálft verður svo birt fljótlega eftir dráttinn í kvöld.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.