1.7.2015
Dregið í riðla á fimmtudagskvöld Í kvöld, fimmtudag klukkan 20 verður dregið í riðla (þar sem það á við) í Pollamótinu.  Athöfnin fer að sjálfsögðu fram í Hamri og eru þátttakendur og gestir hvattir til að kíkja við og spjalla smá fyrir mót.

Jafnóðum og dregið verður í riðla verður hægt að sjá leikjauppröðun í hverri deild á risaskjá í Hamri, og síðan í framhaldinu verður herlegheitunum komið á netið.

Skráningarfrestur í mótið rann út í gærkvöld og stefnum við að því að birta upplýsingar um keppnisfyrirkomulag í hverri deild fyrir sig á morgun.

Fólki er einnig bent á reglulegar uppfærslur á facebooksíðu mótsins
www.facebook.com/PollamotIcelandair

Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.