1.7.2015
Dagskrá Pollamótsins klár Dagskrá Pollamót Þórs og Icelandairs 2015 sem hefst á morgun, fimmtudag er nú komin á síðuna.
Nú hafa 63 lið í þremur deildum karla og þremur deildum kvenna skráð sig til leiks.

Í Polladeild eru liðin 20 í Lávarðardeild 18 og Öðlingadeild 8 eða alls 46 lið. 

Hjá konunum eru 5 lið í Skvísudeild, 8 lið í Dömudeild og  4 lið í Ljónynjudeild. 

Upplýsingar um dagskrána og hvaða lið eru nú skráð til leiks (hádegi 1. júlí) er að finna í Rauða borðanum hér að ofan Allt um Pollamótið 2015 þar er einnig að finna reglur mótsins.

Dagskrá mótsins.

Fimmtudagur 2. júlí.

Dagskrá í Hamri.
Kl. 19:30. Húsið opnað.
Kl. 20-23. Gleðistund á dælu.
Binni Davíðs og Jón Ágúst Trúbba
Dregið í riðla Pollamótsins.
Tekið við greiðslu keppnisgjalda.
Afhending þátttökubanda.
Hamarinn – Pollabjór kynntur til leiks.
Vörukynningar – Allir velkomnir. 

Föstudagur 3. júlí.

Þórsvöllur, Boginn, Hamar. 
Kl. 09. Pollamótið hefst.
Kl. 10. Barnasvæði opnað.
Kl. 18:30. Fyrri keppnisdegi lokið.
Kl. 18:30. Grill í Hamri.
Þórsvöllur
Kl. 19:15. Þór – Grindavík 1. deild karla. Frítt á leikinn í boði Icelandair.
Kl. 21. Skemmtidagskrá hefst í boði Hamborgarafabrikkunar.
Hákon Guðni – Eyjólfur Kristjáns – Jón Ólafs – Hinn faldi gimsteinn Færeyinga. Allir velkomnir.

Laugardagur 4. júlí. 

Kl. 09. Seinni keppnidagur hefst. 
Kl. 10. Barnasvæði opnað
Kl. 18. Úrslitaleikjum lokið.
Kl. 19. Grill og gleðistund á dælu.
Kl. 21. Lokahóf hefst. 
Kl. 23. ALVÖRU BALL Í BOGANUM.
SS Sól – Reiðmenn vindanna – Þórsbandið
Kl. 00.00. Tveir glæsilegir ferðavinningar dregnir út í boði Icelandair.

ALLIR VELKOMNIR.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.