25.6.2015
Alvöru sveitaball í Boganum Boginn 4. júlí kl. 23 SS Sól og Reiðmenn vindanna halda uppi fjörinu á alvöru sveitaballi í Boganum 4. júlí. 

Í tengslum við Pollamót Þórs og Icelandair sem fram fer 3.-4. júlí verður sannkallaður stór dansleikur í Boganum laugardagskvöldið 4. Júlí. Þar mun SS Sól ásamt Reiðmönnum vindanna halda uppi stemmningunni eins og þeim einum er lagið.

Húsið opnar klukkan 22:30 og ballið hefst svo klukkan 23.

Miðaverð er einungis 2500 krónur. 

Miðasala fer fram í Hamri og á miði.isÞessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.