7.7.2014
Hvíti Riddarinn Pollamótsmeistari þriðja árið í röð MYNDBAND ,,Pollamótið í ár heppnaðist einstaklega vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu ekki verið með okkur í liði að þessu sinni" segir Eiður Arnar Pálmason framkvæmdastjóri Þórs. 
Hvíti Riddarinn stóð uppi sem sigurvegari á Pollamóti Þórs í flokki Polla og var þetta þriðja árið í röð sem liðið vinnur Polladeildina. Mót helgarinnar var nú haldið í tuttugasta og sjöunda sinn og má nær fullyrða að það hafi verið eitt það blautasta frá upphafi.  Mótið var sett á fimmtudagskvöldinu en þá var dregið í riðla og liðum boðið uppá léttar veitingar. Keppni hófst svo á föstudeginum klukkan 09:00 og leikið fram til klukkan rúmlega 20:00. Þó var gert hlé á leikjum meðan á útsendingum frá HM í fótbolta stóð og var gestum boðið að horfa á leikina á stórum skjá í Hamri. Um kvöldið eftir síðari HM leik dagsins var svo kvöldvaka sem haldin var í Boganum þar sem hinu einu sönnu Hvanndals (Lopapeysu) héldu upp stemmningunni. 

Sökum þess hve knattspyrnuvellirnir fóru illa á föstudeginum sökum mikillar rigningar var ákveðið að færa alla leiki laugardagsins inn í Bogann og gera ekki hlé á leikjum meðan á útsendingum á HM stóð. Leikjum í Pollamótinu lauk sem síðdegis með úrslitaleikjum.  Um kvöldið var svo haldið fjölmennt lokahóf með verðlaunaafhendingu og hófst lokahófið strax að loknum leik Hollendinga og Kosta Ríka í 8 liða úrslitum HK.  

Mótstjórn naut svo aðstoðar Rögnvaldar gáfaða við afhendingu verðlauna og fórst honum það verk einstaklega vel úr hendi. Eftir verðlaunaafhendingu stigu pollarnir í Þórsbandinu á svið og héldu uppi fjörinu eins og þeim einum er lagið. 

Hér að neðan má sjá lokastöðu í hverri deild fyrir sig sem og þau aukaverðlaun sem einstaklingar og lið hlutu fyrir frammistöðu sína innan vallar sem utan. 

Alls mættu 60 lið til keppni í fimm deildum þ.e. 44 karlalið og 16 kvennalið. 

Einnig látum við fylgja með myndir sem teknar voru af verðlaunahöfum á lokahófinu sem og tvö myndbönd með viðtölum sem tekin voru. 

Myndir

Annað myndbandið er viðtal við Eyjólf Magnússon mótsstjóra og Eið Arnar Pálmason og leikmennina Jóhannes Steingrímsson BVV og Evu Hilmarsdóttir FC Kroppa. 
Í hinu myndbandinu er viðtal við Eið Smára Guðjohnsen og  Önnu Hermínu Gunnarsdóttir leikmann Breynis. 

Öðlingadeild
1. sæti: Óþokki II 
2. sæti: Þór C
3. sæti: KR
Markakóngur: Börkur – Breiðablik


Ljónynjudeild

1. sæti: ÍBValur 
2. sæti: Hafnarfjarðarelítan
3. sæti: ÍR Drottningar
Markadrottning: Didda – ÍBValur


Lávarðadeild
1. sæti: Real Grímsey (eftir tvíframlengda vítaspyrnukeppni) 
2. sæti: KS
3. sæti: Stormsveitin og Víkingur (leikur ekki spilaður)
Markakóngur: Matti – Stormsveitin


Skvísudeild

1. sæti: Sveitapiltsins draumur 
2. sæti: Magnaðar
3. sæti: Sírenur
Markadrottning: Kata V – Magnaðar

Polladeild

1. sæti: Hvíti Riddarinn 
2. sæti: Herramenn
3. sæti: KF
Markakóngur: Kristján Óli - Breiðablik

Skemmtlegasta lið karla – Ginola
Skemmtilegasta lið kvenna – ÍR Drottningar
Skaphundur mótsins – Hlynur Jóhannsson
Skaptík mótsins – Lísbet – Magnaðar
Tilþrif karla – Daði Lárusson eftir vörslu frá Eiði Smára  
Tilþrif kvenna – Laufey Ólafsdóttir skoraði mark með hjólhestaspyrnu
Búningar mótsins – Hómer

Óskum öllum verðlaunahöfum til hamingju. 

Við viljum þakka öllum nefndarmönnum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag.  Án ykkar væri ekki hægt að halda viðburð sem þennan.

Pollamótið í ár heppnaðist einstaklega vel þrátt fyrir að veðurguðirnir hefðu ekki verið með okkur í liði að þessu sinni.  Í fyrsta skipti voru skemmtiatriði mótsins haldin inni í Boga og sú tilraun heppnaðist afar vel. Á föstudagskvöldinu var fín stemning á Lopapeysuhvanndals og mikill fjöldi var saman kominn á lokahófinu á laugardagskvöldinu. Þá þurftum við að færa alla leiki laugardagsins inn í Bogann og sú aðgerð gekk 100% upp. Mín upplifun af mótinu í ár var svolítið öðruvísi en á þeim átta árum sem að ég hef tekið þátt í mótinu, ýmist sem leikmaður eða starfsmaður. Í ár fannst mér meiri léttleiki almennt og jafn innan sem utan vallar voru allir svo jákvæðir og skemmtilegir. Þetta er eimmitt það sem að Pollamótið á að snúast um. Að spila fótbolta við gamla félaga og skemmta sér saman um leið. Ég segi bara meira af þessu gott fólk, höldum áfram á þessum nótum. Á næsta ári verður Íþróttafélagið Þór 100 ára og þá bætum við í og gerum þetta enn glæsilegra  

En takk fyrir okkur frábæru Pollamótsgestir, hlökkum til að sjá ykkur að ári.
Eiður Arnar Pálmason, framkvæmdastjóri Þórs.

Að endingu

Eiður Smári og Anna HermínaEva Hilmars, Jóhannes, Eiður og Eyjólfur


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.