5.7.2014
Fótbolta lokið, fjörið framundan Rétt í þessu var að ljúka úrslitaleik Polladeildar og þar með lýkur fótboltahluta Pollamóts Þórs og Icelandair 2014. Nú er fjörið framundan.


Verðlaunaafhending fer fram í Boganum kl. 22.00 í kvöld, en fram að því geta keppendur og gestir gætt sér á dásamlegu grillkjöti í Hamri og horft á leik Hollands og Kosta Ríka á risaskjám.

Strax að lokinni verðlaunaafhendingunni kl. 22 hefst svo skemmtunin, lokahóf Pollamótsins. 

Helstu sigurvegarar dagsins:

Öðlingadeild: Óþokki II
Lávarðadeild: Real Grímsey
Ljónynjudeild: ÍBValur
Skvísudeild: Sveitapiltsins draumur
Polladeild: Hvíti riddarinn

Óskum öllum þessum liðum innilega til hamingju með sigrana.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.