4.7.2014
(Uppfært kl. 23.50): Áríðandi upplýsingar vegna leikja á laugardegi Leikjaplan fyrir úrslitakeppnir í Öðlingadeild og Ljónynjudeild er klárt. Riðlar í Polladeild klárast á laugardagsmorgni og verður úrslitakeppnin sett upp eftir að riðlakeppni lýkur. Sjá nánar hér í fréttinni.

Mótsstjórn áréttar að vegna veðurs og vallaraðstæðna verður völlum fjölgað í Boganum (fjórir litlir) og fleiri leikir því færðir inn til að fækka leikjum í drullusvaðinu sem myndaðist í dag.


Upplýsingar um velli

Lundinum (efra svæði - Osló og Boston) verður lokað, nema hvað þar þarf að fara fram einn leikur.
Ásnum (neðra svæði - Seattle, Köben, London) verður lokað að hluta, en leikið verður á velli syðst á svæðinu (næst Glerárskóla).
Áfram verður leikið á "Stokkhólmi", litla vellinum á skansinum norðan við Bogann.
Í Boganum verða fjórir vellir. New York verður þar sem kvöldskemmtunin var á föstudagskvöldi, París verður áfram á sama stað og í dag. Í suðurhluta Bogans (fjær aðalinngangi) verða tveir vellir og þar fara fram leikir sem skráðir eru á Osló, Boston, Köben og Seattle. 

Skvísudeild
Í Skvísudeildinni eru sjö lið sem spila í einum riðli þar sem allir mæta öllum. Rétt er að árétta að tvö efstu liðin í Skvísudeild spila úrslitaleik kl. 18.00 á laugardegi. 

Polladeild
Ein umferð er eftir í öllum riðlunum í Polladeildinni (sjá leikjaplan). Að lokinni riðlakeppninni kemur svo í ljós hverjir mætast í úrslitakeppninni, tímasetningar og niðurröðun á velli.

Leikir í 16-liða úrslitum Polladeildar verða kl. 12.00 (A1-B4, B1-A4, C1-D4, D1-C4) og kl. 12.30 (A2-B3, B2-A3, C2-D3, D2-C3).
Leikir í 8-liða úrslitum Polladeildar verða kl. 13.30.
Leikir í 4-liða úrslitum Polladeildar verða kl. 14.30.
Leikur um 3. sætið verður kl. 15.30 og úrslitaleikur kl. 19.00.

Lávarðadeild
Ein umferð er eftir í báðum riðlunum í Lávarðadeildinni (sjá leikjaplan). Að lokinni riðlakeppninni kemur svo í ljós hverjir mætast í úrslitakeppninni, tímasetningar og niðurröðun á velli.

Leikir í 8-liða úrslitum Lávarðadeildar verða kl. 13.00 (A1-B4, A2-B3, A3-B2, A4-B1).
Leikir í 4-liða úrslitum Lávarðadeildar verða kl. 14.30.
Leikur um 3. sætið verður kl. 15.30 og úrslitaleikur Lávarðadeildar kl. 18.30.

Öðlingadeild
Í Öðlingadeild voru tveir riðlar, fjögur lið í hvorum riðli. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli fara í A-úrslit, en tvö neðri liðin úr hvorum riðli í B-úrslitin. Lið sem voru saman í riðli og fara í sama úrslitariðil leika ekki aftur saman, heldur taka með sér úrslitin úr leiknum í riðlinum. Í A-úrslitum taka reyndar öll liðin með sér 1 stig, en í B-úrslitum taka KS og Breiðablik með sér 3 stig, en Grótta og BVV ekkert. 

Ljónynjudeild
Í Ljónynjudeild er nánast sama kerfi, nema hvað þar voru 9 lið. Tvö efstu úr hvorum riðli fara í A-úrslit, hin í B-úrslit. Í A-úrslitunum taka Hafnarfjarðarelítan og ÍBValur bæði með sér 3 stig, en ÍR Drottningar og Breynir ekkert stig. Í B-úrslitum Ljónynjudeildar taka FC B&B, Systur, Team F&F og KR öll með sér 3 stig, en UMF Óþokki ekkert stig.

Mótsnefnd Pollamótsins biður keppendur að sýna því skilning að spila á minni völlum, sem nauðsynlegt er til að færa sem flesta leiki inn vegna veðursins. Einnig væri gott að hafa þolinmæðina með í för gagnvart leikjaplaninu og tímasetningum. Með góðu samstarfi og samstilltu átaki gengur þetta vonandi allt upp einhvern veginn að lokum.

Sjáumst á morgun!


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.