28.6.2014
Tippað á 8-liða úrslit HM - ætlar þú að hirða verðlaunapottinn? Keppendum og gestum á Pollamóti - og reyndar hverjum sem er (18 ára og eldri) - gefst kostur á að tippa á úrslit leikja í 8-liða úrslitum HM. Einn tippari hirðir verðlaunapottinn. Dregið verður um sigurvegara ef tveir eða fleiri verða jafnir.
Seðillinn verður til sölu í Hamri frá fimmtudeginum 3. júlí, en fyrsti leikur í 8-liða úrslitunum hefst kl. 16.00 á föstudeginum. Seðillinn er settur upp miðað við leikina í 16-liða úrslitunum en verður að sjálfsögðu breytt þegar í ljós kemur hvaða lið fara áfram.

Gefin eru stig fyrir að hitta á réttan sigurvegara (eða jafntefli), réttan markamun, rétta markatölu hvors liðs og svo aukastig fyrir rétta markatölu beggja liða. Miðað er við úrslit eftir hefðbundinn leiktíma - framlenging og vítaspyrnukeppni skiptir ekki máli.

Seðillinn kostar 1.000 krónur og fara 70% af sölunni í verðlaunapott. Aðeins einn sigurvegari verður í leiknum, þannig að ef tveir eða fleiri verða jafnir verður dregið um hver hirðir pottinn.

Einnig má senda inn spádóm í 1x2[at]thorsport.is, haralduringolfsson[at]gmail.com eða í síma 8242778. Þá þarf að millifæra 1.000 krónur inn á reikning. 0566-05-443744, kt. 710269-2469. Athugið að seðill er ekki gildur í keppninni nema búið sé að greiða fyrir hann áður en fyrsti leikur hefst.
 


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.