5.6.2014
Dagskrá Pollamótsins tekur á sig mynd. Athygli er vakin á því að nú eru leikmenn í þriðju og fjórðu deild leyfðir í Polla- og Lávarðardeild. 

Nú þegar ekki er nema rétt  um mánuður þar til Pollamót Þórs og Icelandair hefst og undirbúningur gengur afar vel. Skemmtidagskráin er að taka á sig mynd og þar kennir ýmissa grasa. Hvanndalsbræður, Rögnvaldur gáfaði, Binni Davíðs og Þórsbandið eru meðal skemmtiatriða. 

Þá er vakin athygli á því að nú eru leikmenn í þriðju og fjórðu deild leyfðir í Polla- og Lávarðardeild. Í rauða borðanum hér að ofan ,,Allt um Pollamótið 2014“ er að finna leikreglur, dagskrá mótsins (eins og staðan er í dag) Pollamótslagið ogfl. 
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.