9.7.2013
Að loknu Pollamóti Árni Óðinsson formaður Íþróttafélagsins Þórs skrifar

Kæru félagar,
Núna eftir að 26. Pollamóti Þór og Icelandair er lokið langar mig sem formanni Þórs að þakka öllum þeim fjölmörgu  sjálfboðaliðum sem unnu með okkur bæði í undirbúningi  og við framkvæmd mótsins.

Einnig eiga starfmenn okkar þakkir skyldar fyrir þeirra framlag, þar sem við svona viðburð vinna menn undir miklu álagi.

Enn og aftur kemur það í ljós hvað Íþróttafélagið Þór á mikið af góðu fólki sem er tilbúið að vinna fyrir félagið, það er alls ekki sjálfgefið því ber að þakka það.
Öllum nágrönnum okkar vil ég þakka það umburðarlyndi sem þeir sýna okkur, svona viðburður skapar óneitanlega ónæði og jafnvel áreiti.

Einnig vil ég þakka öllu stuðningsðilum sem eru fjölmargir fyrir veittan stuðning
Að lokum þakka ég öllum þátttakendum kærlega fyrir komuna, vonandi höfum við náð að uppfylla þær væntingar sem þeir gerðu til mótsins. 

Með bestu kveðjum, 
Árni Óðinsson 
Formaður Íþróttafélagsins Þórs. Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.