8.7.2013
Frábært Pollamót Þórs og Icelandair að baki. MYNDIR og MYNDBAND Allt um 26. Pollamót Þórs og Icelandair. Myndir, Myndband og viðtöl. 

Um helgina fór fram Pollamót Þórs og Icelandair og var það í 26. Sinn sem mótið var haldið. Að þessu sinni voru 54 lið skráð til leiks og er það tveimur fleiri en á síðasta móti. Keppt var í tveimur flokkum kvenna þ.e. Skvísudeild 20+ og Ljónynjur 30+  og þremur deildum karla þ.e. Polladeild 30+ Lávarðadeild 40+ og Öðlingadeild 45+ og tókst mótið í alla staði vel. 
Mótið hófst á föstudeginum og því lauk á laugardagskvöld með lokahófi sem haldið var við Hamar. Þar var kveikt upp í grillum og dýrindis matur í boði á frábæru verði. Eftir verðlaunaafhendingu hélt svo Þórsbandið hið eina sanna uppi stemmningu fram eftir kvöldi. 
Sigurvegarar í einstökum deildum var sem hér segir.

Polladeild.
1. Sæti Hvíti Riddarinn
2. Sæti Innri Fegurð
3. Sæti Breiðablik

Lávarðadeild

1. Sæti Spyrnir
2. Sæti IFC Karl
3. Sæti ÍR

Öðlingadeild
1. Sæti KS
2. Sæti AC Þór
3. Sæti KR

Ljónynjudeild.
1. Sæti KR
2. Sæti BR Reynir
3. Sæti Dilurnar

Svísudeild: 
1. Sæti Magnaðar
2. Sæti Gylfi S
3. Sæti Pink Ladies

Þá voru leikmenn verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína innan vallar og þessir leikmenn voru  veitt eftirfarandi verðlaun:
Markahæst í Skvísudeid: Katrín Viljhjálsdóttir (Magnaðar) 7 mörk
Markahæsti í Ljónynjudeild: Guðlaug Jónsdóttir (KR) 6 mörk
Markahæstur í Öðlingadeild: Vilhelm Fredriksen (KR) 6 mörk
Markahæstsur Lávarðadeild: Leifur Markheppni (Breiðabliki) 12 mörk
Markahæstur Polladeild: Sævar Guðmundsson (Innri Fegurð) 6 mörk. 
Skaptík mótsins: Brynhildur Smáradóttir BR Reynir
Skaphundur mótsin: Haukur Hergeirsson Real Grímsey
Skemmtilegasta lið kvenna: Team F&F
Skemmtilegasta lið karla: Innri Fegurð

Nú er búið að setja fjölmargar myndir frá mótinu í myndaalbúm. 

Myndir föstudagsins.
Albúm 1 - Albúm 2 -  Albúm 3

Myndir laugardagsins.

Albúm 1 - Albúm 2 - Albúm 3 - Albúm 4 - Albúm 5

Þá eru tvö viðtöl sem tekin voru á laugardeginum. 

Sigurvin Jónsson


 
Þormóður Einarsson


 
Íþróttafélagið Þór þakkar þátttakendum, styrktaraðilum, sem og öðrum gestum Pollamótsins kærlega fyrir skemmtilega helgi í von um að sjá sem flesta að ári þegar Pollamót Þórs og Icelandair verður haldið í 27 sinn. 

Sérstakar þakkir fá  sjálfboðaliðar fyrir þeirra óeigingjarna framlag sem er algerlega ómetanlegt, sem og starfsfólk Íþróttafélagsins. 
Að lokum þakkar Íþróttafélagið íbúum í næsta nágrenni við félagssvæði Þórs fyrir þolinmæðina og umburðarlyndið nú sem endra nær – þúsund þakkir.

Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.