5.7.2013
7-9-13 - Tippleikur Pollamótsins - Fimm seðlar, allt klárt Þátttakendur og gestir á Pollamótinu geta freistað gæfunnar og látið reyna á getspeki sína með því að tippa á úrslit leikja í deildunum fimm. 

Sú breyting hefur verið gerð frá fyrri frétt að seðlarnir sem hægt er að tippa á verða fimm í stað þriggja, þ.e. einn seðill í hverri deild. Tippað er á sjö, níu eða þrettán leiki (mismunandi eftir fjölda leikja í riðlakeppni deildanna) og geta tipparar valið úr öllum leikjum riðlakeppninnar í viðkomandi deild.

Hér eru seðlarnir
7-9-13 Ljónynjudeild
7-9-13 Skvísudeild
7-9-13 Öðlingadeild
7-9-13 Lávarðadeild
7-9-13 Polladeild

Hér er á ferðinni ódýr og skemmtilegur leikur fyrir áhugafólk um getraunir.


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.