1.7.2019
Lokað fyrir skráningu - minnum á staðfestingargjöldin Undirbúningur fyrir Pollamótið er á fullu og fjöldi liða að nálgast met. Nú hefur verið lokað fyrir skráningu í mótið. Staðfestingargjald er 10.000 krónur á lið.

Að gefnu tilefni eru fulltrúar liðanna minntir á að ganga frá staðfestingargjaldi, 10.000 krónur á lið, sem allra fyrst. Rétt er einnig að taka fram að þetta gjald er til viðbótar við það sem hver þátttakandi greiðir fyrir armbandið, sem er 6.000 krónur á mann.

Staðfestingargjaldið skal millifæra á reikning 0565-26-147500, kt. 6709912109. Setja nafn liðs í skýringu og ekki verra að senda kvittun á pollamot[at]thorsport.is.

Jafnframt vekjum við sérstaka athygli á að enginn þátttakandi fær að spila á mótinu án þess að vera búinn að ná sér í armband fyrst. 

Keppnisstjórinn hefur sent út tölvupóst á uppgefin netföng tengiliða allra liða með drögum að keppnisfyrirkomulagi í hverri deild og tengli inn á skjal til að skrá inn liti á treyjum liðanna - til að flýta fyrir ef lið eru í svipuðum litum og nota þarf vesti í leikjum. Endanlegt fyrirkomulag er ekki komð á hreint í öllum deildum.

Miðað er við að keppnin sjálf standi kl. 9-17 á föstudag og 9-16 á laugardag. 


Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.