28.6.2019
Pollamót Þórs, verður Pollamót Samskipa Hið rótgróna flutningafyrirtæki Samskip hefur gert samning við knattspyrnudeild Þórs um að verða aðalstyrktaraðili Pollamóts Þórs á Akureyri.
Pollamót Þórs, verður Pollamót Samskipa

Pollamótið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem eitt af stóru viðburðum ársins hjá eldri íþróttakempum þar sem konur og karlar koma saman, hnýta á sig takkaskóna og sýna gamla og nýja takta á knattspyrnuvellinum. 

Samskip leggja margvíslegum málefnum lið á ári hverju, bæði góðgerðarmálum, menningarmálum og styrkja íþróttastarf á landinu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að styrkja fjölbreytta starfsemi er tengist landsbyggðinni. Með þessum samning gefst Þórsurum tækifæri til að gera frábært mót en betra. Nú þegar hafa  60 lið boðað komu sína á mótið þar sem keppt verður í 3 karladeildum og 3 kvennadeildum. Páll Óskar mun svo binda endahnútinn með risa Pallaballi í Boganum.  

Mótið er haldið 5. og 6. júlí á Þórsvellinum á Akureyri.Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.