25.6.2019
Pollamót Þórs, sjálfboðaliðar óskast Hjálpumst að við að gera gott mót betra Pollamótið er stærsta fjáröflunarverkefni Þórs (aðalstjórnar, knattspyrnudeildar og kvennabolta) og að slíku móti koma fjölmargar hendur sjálfboðaliða. 

Pollamótið er stærsta fjáröflunarverkefni Þórs (aðalstjórnar, knattspyrnudeildar og kvennabolta) og að slíku móti koma fjölmargar hendur sjálfboðaliða. 

Nú biðlum við til allra Þórsara sem og annarra sem áhuga hafa að leggja okkur lið með sjálfboðavinnu á mótinu að vera með. 

Sjálfboðaliða vantar í flest sem viðkemur mótinu, undirbúning fyrir mót, afgreiðslu á mótinu, þrif, dómgæslu og margt margt fleira sem gerir gott mót að frábæru móti.
Undanfarin ár höfum við tekið vel á móti gestum okkar og það stendur til að halda því áfram.

Áhugasamir hafi vinsamlega samband við Reimar Helgason framkvæmdastjóra Þórs í síma 869-5268 eða 461-2080  einnig má senda tölvupóst á reimar[at]thorsport.is

Hér að neðan er svo tengill inn í skjal þar sem fólk getur skráð sig beint í þau störf og vaktir sem þeim hentar. 

SKRÁNING SJÁLFBOÐALIÐA

Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.