5.7.2018
Dráttur í riðla og leikjadagskrá Dregið var í riðla í Hamri í kvöld og nú er leikjadagskráin að smella saman. 

Uppfært kl. 1:47 aðfararnótt fösudags: Breytt fyrirkomulag á úrslitakeppni í Dömudeild. Nánar í fréttinni og í leikjadagskrá í pdf-skjali. 
Uppfært kl. 03:37 aðfaranótt föstudags: Tímasetningar á leikjum laugardagsins hafa breyst frá fyrstu útgáfu.
Uppfært kl. 05:10 aðfararnótt föstudag: Tvær tímasetningar hafa breyst í Lávarðadeild, leikir sem voru skráðir kl. 12:00 eiga að vera kl. 12:30 (merktir með gulu í pdf-skjali), Real Grímsey - Umf. Óþokki og NB Athletics - Ginola. 


Við birtum hér leikjadagskrár í deildunum í pdf-skjölum án röðun á vellina - hún kemur síðar í kvöld. En í þessum skjölum má sjá allar tímasetningar og leiki í riðlunum í öllum deildum ásamt skjali með keppnisfyrirkomulagi í öllum deildum. 

Leikið er á átta völlum, en þó aldrei á öllum samtímis. Vellirnir hafa nú fengið ný nöfn, sjá nánar á loftmynd hér neðst í fréttinni. 


Upplýsingar um fyrirkomulag í öllum deildum 

Ljónynjudeild og Dömudeild

Eftir yfirferð á úrslitakeppni og leikjafjölda liða í Dömudeildinni hefur keppnisstjóri ákveðið að breyta fyrirkomulaginu. Liðin sex í Dömudeildinni spila þá minnst fimm, mest sex leiki (voru 4-5). Þetta þýðir einnig að keppni í riðlinum er kláruð á föstudegi. Ljónynjurnar spila þá þrjá leiki á föstudag og einn á laugardag.

Úrslitakeppnin í Dömudeild verður svona:

Leikur 1: 3. sætið A - 2. sætið B

Leikur 2: 2. sætið A - 3. sætið B

Leikur 3: 1. sætið A - sigurlið leiks 1

Leikur 4: 1. sætið B - sigurlið leiks 2

Leikur 5: Taplið leiks 1 og 2 spila um 5.-6. sætið

Leikur 6: Taplið leiks 3 og 4 spila um bronsið

Leikur 7: Sigurlið leiks 3 og 4 spila um gullið


Skvísudeild

Öðlingadeild

Lávarðadeild

Polladeild

Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.