Fréttasíða

Skoða öll myndaalbúm

Dagskrá


Dagskrá Pollamót Þórs 2019 – er væntanleg á allra næstu dögum. 

Fimmtudagur 4. júlí

Föstudagur 5. júlí

Ingó veðurguð
 

Laugardagur 6. júlí

klukkan 23:00-04:00
Pallaball í Boganum: Páll Óskar Hjálmtýsson spilar pásulaust frá 23-04

Uppfært 4. júní 2019Leikmanna markaður


Málaliðar 

Allar óskir um leikmenn eða leikmenn án liðs sendið okkur póst á pollamot[at]thorsport.is og við setjum allt hérna inn.


Karlar

Þorgils Sigvaldason: Gamalt legend óskar eftir að hans hæfileikar séu nýttir 
Gilsi: 
Eina afrek markakóngur 2007
Hraði: engin
Staða: framliggjandi framherji
Mikilvægt að það sé til XL búningur
Krefst ekki mikils spilatíma 
Gríðarlega áhugasamur um bjór á milli leikja
Upplýsingar gilsi[at]crankwheel.com
Kveðja X legend

Konur


Vinsamlega látið vita þegar þið eruð komin í lið svo hægt sé að fjarlægja nöfn af leikmannamarkaðnum.

Uppfært 25.  júní 2019

Pollamótslagið


Hér er svo hið fræga Pollamótslag fyrir þá sem vilja eiga á MP3 skrá. Höfundur lags og texta er Bjarni Hafþór Helgason.

Pollamótslagið.
 

Liðin á mótinu


Hérna verða skráningarnar birtar eftir deildum: 

Uppfært: 26. júní 2019

Pollar 28-37 ára Lávarðar 38-44 ára Öðlingar 45+ Skvísur 20-27 ára Dömur 28-34 ára Ljónynjur 35+
FC Eyjafjallajökull
NB Athletics BVV Dætur Þorpsins B-liðið
KR OLD GIRLS
Fc Samba Magni Grenivík Stjörnulið UHB Skjaldmeyjar Drottningar Búbblurnar
Eimreiðin Hvíti Riddarinn KR Græna þruman Sírenur
FC BBQ UMF Óþokki Þór c Fc Bombur Team F&F Kroppar
Vinir Linta Ginola Postulleg fegurð Strippalínur ÍBValur
Brekkan KF Grótta 1
Sveitapiltsins draumur Magnaðar
King Hamrarnir Þrymur UMF Óþokki FC smice
Wilson Muuga Gagginn 80 Huginn Fellum Leiftur
Kff masters Lion KK Real Grímsey Goal digger
Giljagaurar Real Grímsey
Afkvæmi PVG
Vængir Júpiters
Allt annar flokkur
KF Móði
Konráð
Beercalona          
UMF Óþokki          
Gæjak          
15 Flaggstangir          
Goldenboys          
Sindraselir          

         

Reglur mótsins


Pollamót Þórs fer fram 5. - 6. júlí 2019


Skrá lið á mótið

Hvert armband kostar 6.000 kr.
Staðfestingargjaldið er 10.000 kr og það þarf að greiða fyrir 5 júlí.
Inn á reikning 0565-26-147500, kt. 670991-2109.


Leikreglur

Polladeildin: Karlar 28-37 ára. Þeir sem verða 28 ára á árinu teljast gjaldgengir. 

Lávarðadeildin: Karlar 38-44 ára. Þeir sem verða 38 ára á árinu teljast gjaldgengir.

Öðlingadeildin: Karlar 45 ára og eldri. Þeir sem verða 45 ára á árinu teljast gjaldgengir.

Skvísudeildin: Konur 20-27 ára. Þær sem verða tvítugar á árinu teljast gjaldgengar. 

Dömudeildin: Konur 28-34 ára. Þær sem verða 28 ára á árinu eru gjaldgengar.

Ljónynjudeildin: Konur 35 ára og eldri. Þær sem verða 35 ára á árinu teljast gjaldgengar. 

Kærufrestur er 1/2 klst. frá leikslokum. Kæru skal skilað skriflega til mótsstjórnar.  
Í Polla‐ og Lávarðadeild er ekki leyfilegt að nota leikmenn sem spilað hafa, eða verið á leikskrá sama ár í efstu deild, 1. deild, 2. deild og 3. deild. Í Skvísu-, Dömu- og Ljónynjudeild er ekki leyfilegt að nota leikmenn sem spilað hafa, eða verið á leikskrá sama ár í efstu deild. 

Lið sem ekki mætir til leiks í riðlakeppni missir rétt til þátttöku í úrslitakeppni. 


1. gr. Almenn ákvæði 

1.1.
Allir leikir skulu fara fram skv. knattspyrnulögunum og reglugerð KSÍ um knattspyrnumót, nema annars sé getið í leikreglum þessum. 

2. gr. Leikvöllurinn 

2.1.
Leikið er á völlum á félagssvæði Þórs (gras‐ og gervigras). Vítateigur er 10 m frá marklínu. Vítamerki skal merkt fyrir miðju marki 8 m frá marklínu. 

3. gr
. Fjöldi leikmanna 

3.1.
 Öll lið á Pollamótinu skulu skipuð sjö leikmönnum og skal einn vera markmaður.

3.2. Fjöldi skiptimanna er ótakmarkaður. Skipti á leikmönnum skulu fara fram fyrir miðri hliðarlínu vallarins og mega fara fram hvenær sem er í leiknum. 

4. gr. Löglegir leikmenn 

4.1.
Leikmenn skulu í upphafi leiks sýna dómara leiksins mótsarmbönd. Aðeins er hægt að spila með 1 liði í mótinu. 

5. gr. Búnaður leikmanna 

5.1.
Ekki er heimilt að spila á grasskóm í keppninni. 

6. gr. Leiktími 

6.1.
Leiktími í Polladeild er 2x12 mínútur.
Leiktími í Lávarðadeild, Öðlingadeild, Skvísudeild, Dömudeild og Ljónynjudeild er 2x12 mínútur.

7. gr. Leikbrot og yfirsjónir – aukaspyrnur 

7.1.
Fyrir öll brot í 12. grein knattspyrnulaganna skal refsað með beinni aukaspyrnu. 

7.2.
Þegar leikmaður tekur aukaspyrnu skulu allir mótherjar hans vera í a.m.k. 6 m fjarlægð frá knettinum, þar til hann er kominn í leik.  Aukaspyrna   dæmd   inni   í   vítateig andstæðings skal tekin á vítateigslínu. 

7.3.
Leikmanni, sem af ásetningi gerir tilraun til að ná knettinum af mótherja með því að renna sér, skal refsað með því að mótherjanum er dæmd bein aukaspyrna, hvort sem hann snertir mótherja eða ekki (rennitækling). Aukaspyrnan skal tekin frá þeim stað, þar sem brotið var framið. Ef ofangreint brot er framið í eigin vítateig, skal dæmd vítaspyrna. 

7.4.
Markmenn mega ekki taka bolta upp með höndum eftir sendingu samherja, gildir í öllum deildum mótsins.  

7.5.
 Dómari leiksins hefur tvo liti spjalda.
Grænt spjald: Leikmanni skipt af velli af dómara leiksins. Leikmaður má koma aftur inná eftir tvær mínútur.
Rautt spjald: Leikmaður útilokaður frá frekari þátttöku í leiknum. Heimilt er að skipta inn á öðrum leikmanni eftir tvær mínútur.

8. gr. Markspyrna 
8.1. Markspyrna er framkvæmd með því að kasta boltanum (markkast). 
8.2. Þegar knöttur er í leik og markvörður hefur vald á honum með höndum (heldur á knettinum) í eigin vítateig er honum heimilt að taka eins mörg skref og honum hentar. Hann skal þó losa sig við knöttinn innan 6 sekúndna. 

9. gr. Úrslit ‐ Úrslitakeppni 
9.1. Að lokinni riðlakeppni hefst úrslitakeppni. Ef jafnt er í lok venjulegs leiktíma í úrslitakeppni verður háð vítaspyrnukeppni. Framkvæmdar verða þrjár vítaspyrnur á lið og ef það dugar ekki verður haldið áfram þar til úrslit fást. 

Mótsstjórn og dómarar.
Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.