Fréttasíða

Skoða öll myndaalbúm

DagskráAthugið: Tímasetningar í yfirlitinu hér að neðan eru ekki nákvæmar fyrir öll mótin því þau eru misfjölmenn og t.d. matartímar misjafnlega langir eftir mótum. Fyrir hvert mót eru gefnar út nákvæmar tímasetningar út frá stærð mótanna. 

Dagskrá Goðamótanna er svipuð á milli móta, en þó er vakin athygli á að tímasetningar geta verið mismunandi eftir stærð mótanna og fjölda þátttökuliða.
Hér að neðan er almennt yfirlit, en síðan er dagskrá hvers móts auglýst sérstaklega í aðdraganda mótanna. Neðst á þessari síðu má finna matseðla og innihaldslýsingar.

Nokkur mikilvæg atriði:
 • Fyrir hvert mót er sett upp tímaskipulag til að dreifa álagi í matartímum, sundi og ísferðum. Fararstjórar eru hvattir til að virða það skipulag til að mótin gangi sem best fyrir sig.
 • Verum fyrirmyndir á hliðarlínunni, göngum vel um, hendum rusli í tunnur og berum virðingu fyrir öllum þátttakendum leiksins, húsinu og búnaði þess. Bannað að leika á hástökksdýnunum í Boganum. Bannað er að fara með matvæli og drykki (annað en vatn fyrir leikmenn) inn á gervigrasið.
 • Veitingasala er í Hamri, m.a. með ristaðar samlokur, kjötsúpu og fleira. Þátttakendur eru velkomnir í Hamar, hvort sem það er til að njóta veitinga á vegum mótsins eða með nestið sitt með sér. Þjálfarar fá matarmiða (afhent liðsstjórum um leið og armböndin) sem gilda fyrir tveimur diskum af kjötsúpu og tveimur samlokum, auk þess sem þeir hafa sér afdrep í vesturenda Hamars þar sem einnig er boðið upp á kaffi. 
 • Þátttakendur þurfa að sýna mótsarmbandið þegar mætt er í matartíma og sund í Glerárlaug eða þegar tilboð í Skautahöllina eða Sambíóin eru nýtt. Liðsstjórar/fararstjórar fá afhenta "ísmiða" fyrir þátttakendur sem afhenda þarf í Ísgerðinni í Kaupangi til að fá Goðamótsísinn. Rútuferðir í boði Hópferðabíla Akureyrar eru í boði frá Hamri eftir hádegi á laugardag skv. tímaskipulagi, en þátttakendum er frjálst að fara í Ísgerðina á öðrum tímum. Þar er opið kl. 11-23 alla daga og gildir miðinn frá föstudegi fram á sunnudag um mótshelgina. 
 • Mögulegt er að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn sem gilda í mötuneytinu í Glerárskóla (stakur morgunmatur á 500 krónur, stakur hádegis- eða kvöldverður á 1.000 krónur. Ef keypt er fullt fæði (2 x morgunverður, 2 x kvöldvrður, 1 x hádegisverður) kostar kortið 3.000 krónur.
 • Sjá fleiri mikilvæg atriði í pdf-skjali hér
Föstudagur
 • Boginn: Fótbolti - einhvern tímann á bilinu kl. 15.30-21.00, mismunandi eftir stærð móta.
 • Hamar: Gjaldkerinn og mótsstjórinn á vaktinni að taka við þátttökugjöldum og afhenda mótsarmbönd. Þau félög sem ekki hafa þegar millifært mótsgjaldið inn áreikningGoðamótanna skulu ganga frá því í Hamri fyrir fyrsta leik. 
 • Glerárskóli: Kvöldverður fyrir aðkomulið á bilinu kl. 18:30-20:30, misjafnlega langur tími eftir stærð móta. 
 • Glerárlaug: Mótsarmbandið gildir sem aðgangur í laugina kl. 17.30-21.00. Fararstjóri verður að fylgja hverju liði í sund.
Laugardagur 
 • Boginn: Fótbolti - einhvern tímann á bilinu kl. 8.00-19.00, mismunandi eftir stærð móta. 
 • Hamar: Þegar Goðamót lendir á Eurovision-helgi geta gestir fengið að horfa á keppnina á skjávarpa í Hamri.
 • Glerárskóli: Matartímar, tímasetningar mismunandi eftir stærð móta Morgunverður á bilinu kl. 6.45-9.30
  Hádegisverður á bilinu kl. 11.30-13.30 (þessi máltíð er einnig innifalin fyrir þátttökulið sem ekki gista í skólanum, þ.e. Þór og K.A.)
  Kvöldverður á bilinu kl. 18.00-20.30
 • Ísgerðin í Kaupangi: Rútuferðir frá Hamri í Ísgerðina í Kaupangi eftir hádegi á laugardegi. Tímaskipulag kynnt sérstaklega fyrir hvert mót. Allir þurfa að afhenda sérstakan miða til að fá ís. Leyfilegt að fara á eigin vegum á öðrum tímum (fös-sun), opið í Ísgerðinni kl. 11-23.
 • Glerárlaug: Mótsarmbandið gildir sem aðgangur í laugina kl. 9.00-18.00. Fararstjóri verður að fylgja hverju liði í sund.
Sunnudagur 
 • Boginn: Fótbolti - einhvern tímann á bilinu kl. 8.00-15.00
 • Glerárskóli: Morgunverður á bilinu kl. 6.45-9.30
 • Hamar:
  Niðurskornir ávextir í boði í Hamri á bilinu kl. 10.30-12.30
  Goðagrillið í Hamri, grillaðar Goðapylsur og Svali fyrir þátttakendur. 
 • Glerárlaug: Mótsarmbandið gildir sem aðgangur í laugina kl. 9.00-12.00. Fararstjóri verður að fylgja hverju liði í sund.

Matseðlar og innihaldAllar máltíðir eru í matsal Glerárskóla, nema grilluðu Goðapylsurnar, sem eru í Hamri.
Innihaldslýsingar fyrir lasagne og sænskar kjötbollur eru neðst á síðunni.

Föstudagur
Kvöldverður

Lasagne (smellið til að opna innihaldslýsingu), steiktar kartöflur, salat, djús (appelsínu, ananas), kaffi.
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka máltíð á 1.000 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Laugardagur
Morgunverður

Corn Flakes, Cheerios, súrmjólk, léttmjólk, púðursykur, samlokubrauð, smjörvi, skinka, spægipylsa, ostur, djús (appelsínu, ananas), niðurskornar appelsínur og bananar, kaffi.
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka morgunverð á 500 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Hádegisverður
Skinkupasta (Pasta Zara), smábrauð, salat, djús (appelsínu, ananas), kaffi. Carbonara pastasósa - sjá innihaldslýsingu hér. 
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka máltíð á 1.000 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Kvöldverður
Sænskar kjötbollur (smellið til að opna innihaldslýsingu), hrísgrjón, súrsæt sósa, salat, djús (appelsínu, ananas), kaffi.
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka máltíð á 1.000 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Sunnudagur
Morgunverður

Corn Flakes, Cheerios, súrmjólk, léttmjólk, púðursykur, samlokubrauð, smjörvi, skinka, spægipylsa, ostur, djús (appelsínu, ananas), niðurskornar appelsínur og bananar, kaffi.
Ef þú ert ekki með armband mótsins er í boði að kaupa staka morgunverð á 500 krónur (ekki posi). Einnig hægt að kaupa matarmiða hjá mótsstjórn.

Í Hamri
Niðurskornir bananar og appelsínur í boði í Hamri á sunnudagsmorgni.

Goða grillpylsupartí
Grillaðar pylsur frá Goða, brauð frá Myllunni, tómatsósa, sinnep og steiktur laukur, Svali (appelsínu, epla).

Grænmetisfæði og sérfæði vegna ofnæmis, sjúkdóma eða annars
Ef þátttakandi hefur ofnæmi fyrir ákveðnum fæðutegundum er það á ábyrgð foreldra/fararstjóra/liðsstjóra að koma slíkum upplýsingum á framfæri við mótshaldara. Vinsamlega hafið samband við mótsstjóra (godamot[at]thorsport.is með góðum fyrirvara með upplýsingum og/eða óskum um sérfæði vegna ofnæmis eða sjúkdóma, sem og ef í hópnum eru þátttakendur sem aðeins neyta grænmetisfæðis.

Hér eru dæmi um launsir (pdf-skjal), innihaldslýsing fyrir grænmetisbuff, baunabuff og spínatbuff frá Norðlenska. 

GoðamótinGoðamótin 2018-2019:

9.-11. nóvember: 5 kk
22.-24. febrúar: 5 kvk
15.-17. mars: 6 kk
5.-7. apríl: 6 kvk


Goðamót Þórs eru sannkölluð knattspyrnuveisla fyrir stelpur og stráka í 5. og 6. flokki. Á hverjum vetri eru haldin fjögur mót, en frá því að Boginn var tekinn í notkun 2003 hafa verið haldin yfir 60 Goðamót. 

Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á gott mót, gott skipulag og að allar tímasetningar standist. Stutt er frá Glerárskóla, þer sem gestaliðin gista og borða, yfir í Bogann þar sem allir leikir eru spilaðir. Í Glerárskóla er einnig innangengt í Glerárlaug, sem nýtist þátttakendum mótanna mjög vel.

Í 5. flokki karla og kvenna er keppt í sjö manna bolta, 2x12 mínútur.
Í 6. flokki karla og kvenna er keppt í fimm manna bolta, 2x10 mínútur.

Nánari upplýsingar um verð og fleira væntanlegt fljótlega.

Til að tryggja þátttöku borgar sig að huga snemma að skráningu á mótin, sérstaklega í 6. flokki karla. Vegna mikillar þátttöku undanfarin ár er ekki hægt að tryggja að allir sem vilja komist inn á mótið í 6. flokki karla. 

Liðin á GoðamótunumFélög hafa skráð lið til leiks á Goðamótunum 2019.
Vakin er athygli á að greiða skal staðfestingargjald, 10.000 krónur á hvert lið, í síðasta lagi þremur vikum áður en viðkomandi mót hefst. Dráttur á greiðslu staðfestingargjalds getur fellt skráningu úr gildi ef það mikil aðsókn er í viðkomandi mót að ekki komast allir að sem þess óska. 


   5 kvk      6 kk    
   5 kk    
  6 kvk    


Reglur


Reglur - 5. flokkur

 1. Keppnisvellir eru um 50x32 metrar.  Vítateigur er 8 m frá hvorri marksúlu og 8 m út á völlinn.  Vítapunktur er 8 metra frá miðri marklínu.
 2. Leiktími er 2 x 12 mínútur og leikhlé er 2 mínútur.
 3. Úrslit leikja eru skráð með að hámarki þriggja marka mun. Markatala skiptir þó engu máli við röðun liða.
 4. Reglur KSÍ um 7 manna knattspyrnu gilda, m.a. að: A) Skiptingar eru frjálsar. B) Upphafsspyrna skal tekin á miðju og heimilt að spyrna í hvaða átt sem er. C) Leikmenn geta ekki verið rangstæðir. D) Einungis eru beinar aukaspyrnur og skulu mótherjar vera a.m.k. 6 m frá.
 5. Röð liða ákvarðast nánar samkvæmt:  A) Fjölda stiga. B) Fjölda stiga í innbyrðis leik(jum). Verði lið þá enn jöfn í verðlaunasæti í lok móts deila þau með sér viðkomandi verðlaunum.
 6. Að jafnaði er keppt í fjórum deildum, Argentínu, Brasilíu, Chile og Danmörku - en uppsetning mótsing og fjöldi deilda getur þó verið breytilegur eftir fjölda þátttökuliða. Keppnisfyrirkomulag er kynnt þjálfurum og þátttakendum sérstaklega í aðdraganda hvers móts. 
 7. Sigurlið í hverri ddeild fær bikar og verðlaunapeninga á liðsmenn, liðin í öðru og þriðja sæti fá verðlaunapeninga. Allir keppendur fá mótsgjöf Goða að móti loknu.

Reglur - 6. flokkur

 1. Vellir eru 30 m x 23 m. Vítateigur er 5 m frá hvorri marksúlu og 6 m út á völlinn. Vítapunktur er 6 metra frá miðri marklínu. Mótherji skal vera 6 metra frá boltanum í upphafsspyrnu og í aukaspyrnum.
 2. Skiptingar eru frjálsar. Markvörður má taka bolta með höndum eftir sendingu frá samherja. Markvörður má sparka út á lofti eða henda eftir því sem hentar þegar boltinn fer aftur fyrir.
 3. Leiktími er 2x9 mínútur og leikhlé er 2 mínútur.
 4. Fjöldi deilda og keppnisfyrirkomulag getur verið breytilegt eftir fjölda þátttökuliða og er það kynnt þjálfurum og þátttakendum sérstaklega í aðdraganda hvers móts. Í 6. flokki drengja er yfirleitt skipt í átta deildir, en fjórar deildir hjá stelpunum. Í ár spila drengirnir í 16 deildum.
 5. Röðun liða fer eftir a) fjölda stiga, b) stigum í innbyrðis viðureign(um), c) markamun, d) færri mörk fengin á sig og e)hlutkesti. Úrslit eru skráð með að hámarki þriggja marka mun. 
 6. Allir keppendur fá verðlaunapeninga á mótinu. Aðeins sigurliðið í hverri deild fær bikar. Eitt félag verður verðlaunað með Goðaskildinum fyrir fyrirmyndar framkomu utan vallar sem innan.

Þessi vefur er tileinkaður minningu Rúnars Hauks Ingimarssonar.